fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar

Fókus
Fimmtudaginn 20. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin brasilíska Jeniffer Castro setti netið á hliðina í desember eftir að hún neitaði að láta grátandi barni eftir gluggasæti sitt í flugvél. Um var að ræða stutt flug, 50 mínútur, frá Rio de Janeiro til Belo Horizonte. Castro hafði borgað sérstaklega fyrir gluggasætið og samþykkti ekki að láta barninu eftir sætið þegar foreldrar þess fóru fram á það.

Fyrir vikið tók annar farþegi upp símann og tók upp myndband af Castro og birti af netinu til að niðurlægja hana. Myndbandið fór í mikla dreifingu og vakti fjörugar umræður um óskráðar kurteisisvenjur í háloftunum, sem og hvort það sé forsvaranlegt að taka fólk upp án þeirra samþykkis.

Castro hefur nú greint frá því að málið hafi rústað lífi hennar. Hún segir í samtali við MailOnline: „Síðan þetta átti sér stað hefur líf mitt tekið U-beygju sem ég hefði aldrei getað séð fyrir. Hvað varðar feril minn hefur líf mitt tekið umbreytingum, svo miklum að ég er ekki lengur að starfa við það sem ég gerði áður. Ég var á þessum tíma að vinna í banka.“

@dailymail A passenger was publicly shamed by a mom after refusing to swap seats with her toddler. When she boarded the plane, she found the kid sitting in her window seat, and asked him to move, making the child cry. Now she’s considering legal actions against the mom and the airline, as they ‘could have asked me if I need anything, or if I was bothered by the passenger, but they didn’t.’ 🎥 Jam Press #toddler #kid #plane #film #public #fly ♬ Scary Tense – Steve Ralph

Eins hafi málið haft áhrif á einkalíf hennar. Þegar myndbandið var í sem mestri dreifingu þorði hún varla að yfirgefa heimili sitt.

„Það sem átti að vera venjuleg flugferð breyttist í ótrúlega niðurlægjandi lífsreynslu þar sem birt var ósanngjörn mynd af mér með afleiðingum á bæði vinnu mína og einkalíf. Ég varð fyrir barðinu á sleggjudómum, árásum og slúðri frá fólki sem vita ekki einu sinni alla söguna.“

Castro hefur nú ákveðið að stefna flugfélaginu GOL út af hatrinu sem hún fékk yfir sig. „Ég hef ákveðið að stefna félaginu því það sem kom fyrir mig var ótrúleg niðurlæging og þetta hefði aldrei átt að fara svona. Þetta snýst ekki bara um miskabætur heldur um að það séu einhver mörk fyrir svona hegðun.“

Castro segir að það hafi ekki verið móðir barnsins sem tók upp myndbandið heldur annar farþegi. Hún ætlar að beina málsókn sinni að þeim aðilum sem hún telur hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs síns. Castro greinir frá því að hún hafi reynt að gera gott úr þessu öllu. Hún missti vinnuna en vakti svo mikla athygli að henni tókst að finna nýja leið til að afla sér tekna. Hún er nú Instagram-áhrifavaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki