fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Tóku mann af lífi sem myrti fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 17:30

Aaron og fórnarlamb hans, Ted Price.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Brian Gunches, 53 ára fangi á dauðadeild í Arizona, var tekinn af lífi í gær. Aaron þessi var sakfelldur fyrir að nema fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar, Ted Price, á brott og skjóta hann til bana. Átti morðið sér stað skammt frá borginni Phoenix árið 2002.

Aaron var tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu í ríkisfangelsinu í Florence í gærmorgun.

Í frétt AP kemur fram að til átaka hafi komið á milli Aarons og Teds á heimili Aarons og kærustu hans, fyrrverandi eiginkonu Teds, undir lok árs 2002.

Mun Ted hafa hótað því að tilkynna fyrrverandi eiginkonu sinnar til barnaverndaryfirvalda þar sem hún hefði neytt fíkniefna fyrir framan börnin þeirra. Aaron sló Ted í andlitið, fór með hann út í bíl og ók út í eyðimörkina þar sem hann skaut hann til bana.

Aaron var handtekinn í janúar 2003 þegar lögreglumaður stöðvaði för hans. Hann var vopnaður og skaut lögregluþjóninn í brjóstkassann, en skothelt vesti varð til þess að lögreglumaðurinn særðist ekki lífshættulega.

Aaron játaði sök í málinu en var dæmdur til dauða fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi