fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Gluggasæti geta verið hættulegustu sætin í flugvélum

Pressan
Sunnudaginn 23. mars 2025 18:00

Hér eru nú einhverjir í stuttermabol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega fátt betra en að fá gluggasæti í flugvél. Þá getur maður notið útsýnisins á leiðinni og þess utan situr maður innst, svo það þarf engin að fara fram hjá manni til að komast á klósettið eða annað.

En gluggasætin geta verið hættulegustu sætin í vélinni. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart en ástæðan fyrir þessu er að þegar maður situr við gluggann, þá verður maður fyrir meiri útfjólubláum geislum en hinir farþegarnir. Geislarnir geta skaðað húðina.

Þegar flugvélar hækka flugið, þynnist loftið og þar með dregur úr náttúrulegri vörn gegn þessum hættulegu sólargeislum. Þetta þýðir einfaldlega að útfjólubláu geislarnir, sem lenda á flugvélagluggunum, eru mun sterkari en þeir sem lenda á jörðinni.

Flugvélagluggar eru yfirleitt gerðir úr plastefnum eða lagskiptu gleri. Þeir sía hluta af UVB-geislunum úr en UVA-geislarnir, sem fara langt inn í húðina, sleppa í gegn.

CHIP segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að flugmenn og aðrir áhafnarmeðlimir séu í tvöfalt meiri hættu á að fá húðkrabbamein en aðrir. Þetta sannar að það hefur áhrif að fljúga í háloftunum.

Ef þú vilt vera í gluggasæti, þá er hægt að grípa til ákveðinna aðgerða til að draga úr áhrifum sólargeislanna. Sérfræðingar ráðleggja fólki að nota sólarvörn, ekki af minni styrkleika en 30, þegar flogið er. Þetta á sérstaklega við í langflugi þar sem geislarnir geta lent á fólki í langan tíma.

Húðlæknar ráðleggja fólki að nota sólarvörn, jafnvel þótt það sé skýjað að lítið sólskin. Ástæðan er að UVA-geislarnir valda ekki sólbruna eins og UVB-geislarnir en þeir valda samt tjóni og það uppgötvast hugsanlega ekki fyrr en löngu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað