fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. mars 2025 13:39

Frá Gufuneshverfi. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi, er mynd að komast á viðamikla rannsókn lögreglu á andláti 65 ára gamals manns frá Þorlákshöfn. Maðurinn fannst þungt haldinn við göngustíg í Gufunesi fyrir viku síðan og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi.

Sex manns eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og fimm hefur verið sleppt úr haldi. Málið er talið vera mjög umfangsmikið og margir eru sagðir tengjast því.

Sjá einnig: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Jón Gunnar segir lögreglu þurfa að yfirfara mikið magn gagna í málinu. Aðspurður um hvers konar gögn sé að ræða, segir hann:

„Þetta eru myndbandsupptökur, farsímagögn, vitnaskýrslur, þetta eru bara gögn.“

Aðspurður segir hann að fleiri en einn bíll sé til rannsóknar í málinu. Hann vill ekki segja hvað bílarnir eru margir. „Það eru bílar til rannsóknar,“ segir hann og lætur þar við sitja, en sem vonlegt er getur lögregla veitt takmarkaðar upplýsingar um rannsókn málsins.

DV hefur heimildir fyrir því að húsleit hafi verið gerð hjá konu sem er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Aðspurður um fleiri húsleitir segir Jón Gunnar að það hafi verið gerðar húsleitir við rannsókn málsins en hann getur ekki gefið nánari upplýsingar um það.

Lögregla hefur gefið út að til rannsóknar sé meint manndráp, frelsissviptin og fjárkúgun. DV hefur heimildir fyrir því að árásin á manninn hafi verið tálbeituaðgerð sem snýst um ofbeldi gegn meintum barnaníðingum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem bendlar hinn látna við nokkuð slíkt.

Aðspurður segir Jón Gunnar ekki útilokað að fleiri verði handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. „Það er eitthvað sem þarf bara að koma í ljós síðar. Við erum bara að vinna rannsóknina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás
Fréttir
Í gær

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum