fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Tvær konur og tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 17:59

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hefur upplýst í tilkynningu að fjórir séu nú í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsmálsins sem hefur verið til rannsókar að undanförnu og varðar heiftarlega hópárás á 65 ára gamlan mann frá Þorlákshöfn.

Fjórði sakborningurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag og eru nú fjögur í gæsluvarðhaldi, tveir karlar og tvær konur. Annar karlmannanna er landsþekktur brotamaður, Stefán Blackburn, 34 ára gamall.

Fimmti aðilinn, karlmaður, er einnig í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum.

Í tilkynningunni segir:

„Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar á máli er lögregla hefur haft til rannsóknar frá því sl. mánudagskvöld og varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp.

Alls sæta nú fjórir aðilar, tveir karlar og tvær konur, gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Síðar í kvöld mun fimmti aðilinn, karlmaður sem handtekinn var í gærkvöldi, verða leiddur fyrir dómara og krafist gæsluvarðhalds yfir honum.

Landsréttur staðfesti fyrr í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands frá því á miðvikudag yfir þeim tveim aðilum sem kærðu úrskurðina til Landsréttar.

Rannsókn málsins miðar vel og heldur áfram af fullum þunga. Vegna rannsóknarhagsmuna er ekki unnt að veita nánari upplýsingar í málinu að svo stöddu.“

Uppfært kl. 18:47 – Fimmti aðilinn í gæsluvarðhald:

Lögreglan á Suðurland hefur tilkynnt að Héraðsdómur Suðurlands hafi fallist á kröfu um gæsluvarðhald yfir karlmanni. Er þar með fimm manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Í tilkynningunni segir:

„Nú undir kvöld féllst dómari Héraðsdóms Suðurlands á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Þetta er fimmti aðilinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“