fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Farþegarnir þurftu að flýja út á vænginn vegna elds í flugvélinni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. mars 2025 16:00

Vélin lenti í Denver vegna skjálfta í vélinni. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar í flugvél American Airlines þurftu að flýja út á væng vélarinnar á flugvellinum í Denver eftir að eldur kom upp. Myndbönd náðist af atvikinu.

Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737-800, var á leið frá Colorado Springs til Dallas í gær þegar slysið gerðist. Flugmennirnir tóku eftir skjálfta í vélinni skömmu eftir brottför og ákváðu að lenda vélinni í Denver. Hafði vélin þá verið í um 20 mínútur í loftinu.

Lendingin gekk áfallalaust fyrir sig en þegar flugmennirnir voru að keyra vélinni að landganginum kviknaði í einum hreyflinum. Reykur og eldtungur sáust og farið var í neyðarrýmingu. Alls voru 172 farþegar um borð og 6 áhafnarmeðlimir.

Eins og sést á myndböndum sem fólk á flugvellinum tók þurftu farþegar að flýja út á væng vélarinnar til að komast frá eldinum og reyknum. Til að komast fyrir þurftu sumir þeirra að fara alveg út á enda vængsins.

Enginn slasaðist alvarlega

Til að komast niður á jörðina voru settar út uppblásnar rennibrautir fyrir farþegana. Fyrir einhverja guðs mildi þá slasaðist enginn alvarlega í slysinu. Hins vegar voru 12 manns fluttir á spítala til aðhlynningar vegna minniháttar meiðsla.

Slökkvilið kom og náði að slökkva eldinn fljótt. Olli slysið engum töfum á öðrum flugum á vellinum.

„Við þökkum áhöfninni okkar, starfsfólki á Denver flugvelli og viðbragðsaðilum fyrir snögg og fumlaus viðbrögð til að tryggja öryggi allra þeirra sem voru um borð og á jörðinni líka,“ segir í tilkynningu American Airlines. Flugfélagið útvegaði aðra vél til þess að ferja farþegana til Dallas.

Flugmálastofnun Bandaríkjanna, FAA, rannsakar nú málið.

Mörg slys

Slysið er eitt af fjölmörgum flugslysum í Norður Ameríku á undanförnum misserum. Hefur þetta valdið fólki áhyggjum af almennu flugöryggi.

Í janúar varð hræðilegt flugslys í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þegar innanlandsflugvél American Airlines rakst á Black Hawk þyrlu Bandaríkjahers. 67 manns létust í slysinu og enginn komst lífs af.

Annað flugslys varð í Toronto þegar flugvél Delta brotlenti um miðjan febrúar mánuð. Flugvélin lenti á hvolfi og vængirnir rifnuðu af henni. Einhverra hluta vegna komust allir lifandi út úr vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ