fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 16:33

Aðsend mynd frá því er sakborningur var leiddur inn í Héraðsdóm Suðurlands í dag, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og komið hefur fram í fréttum DV af láti manns á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn, sem fannst þungt haldinn í Gufunesi í gærmorgun og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar, var honum misþyrmt eftir að hann neitaði að millifæra fé á árásarmennina.

DV hefur síðan fengið upplýsingar um að maðurinn millifærði, eða lét millifæra, á mennina í kringum þrjár milljónir króna áður en misþyrmingunum lauk.

Sjá einnig – Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Miklir áverkar voru á manninum eftir barsmíðar, spörk og traðk. Átta voru handtekin í gær í þágu rannsóknar málsins en þrjú hafa verið látin laus. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. mars, en það er sá sem var fyrstur handtekinn vegna rannsóknar málsins. Búast má við fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðum á morgun.

DV hefur eftir staðfestum heimildum að málið tengist tálbeituhópum sem herjað hafa á menn sem hafa sýnt vilja til að komast í kynni við stúlkur undir lögaldri. Ekkert liggur þó fyrir um slíkt athæfi af hálfu hins látna. Mannlíf greindi frá því að hinn látni hefði glímt við framheilabilun og hefur DV einnig fengið það staðfest eftir öðrum heimildum.

Uppfært kl. 17:45

Vísir greinir frá því annar maður hafi verið leiddur fyrir dómara og krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Samkvæmt Bylgjunni vill lögregla einnig gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort þessar kröfur um gæsluvarðhald verða samþykktar af Héraðsdómi Suðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?
Fréttir
Í gær

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar