fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Laun Heiðu Bjargar hafi hækkað um 50 prósent á tveimur árum, ekki 170 prósent

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. mars 2025 11:30

Heiða Björg Hilmisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband íslenskra sveitarfélaga vísar því á bug að kjör formanns sambandsins, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra, hafi hækkað um 170 prósent á tveimur árum eins og Morgunblaðið hefur greint frá eða úr 285.087 krónum í byrjun árs 2023 en nú eru launin 762.921 króna.

Sambandið segir þetta ekki rétt eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu til fjölmiðla sem send var út í morgun.

Í tilkynningunni kemur fram að launakerfi sambandsins hafi verið breytt fyrir tæplega tveimur árum síðan og það hafi valdið misskilningi. Samkvæmt

„Fyrir breytingarnar hlaut formaður tvöföld stjórnarlaun fyrir setu í stjórn auk yfirvinnugreiðslna, sem voru að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Þessar yfirvinnugreiðslur voru hins vegar ekki teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega og gefa því ekki rétta mynd af heildarkjörum formanns áður en breytingarnar voru gerðar.

Frá og með árinu 2024 er engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi. Formanni er greidd föst upphæð sem nemur 50% af þingfararkaupi, enda er um umfangsmikið starf að ræða,“ segir í tilkynningunni.

Aukið vinnuálag

Þá kemur fram að mikil aukning hafi verið í fundarhöldum stjórnar sambandsins undanfarin ár.

„Mikil aukning hefur orðið í fundarhöldum stjórnar Sambandsins undanfarin ár. Áður voru um 10-11 fundir haldnir á ári, en árið 2023 voru þeir 24, árið 2024 voru þeir 20, og nú þegar hafa 11 fundir farið fram á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26.

Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga,“ segir í tilkynningunni.

Þá hafi nýtt skipurit verið innleitt þar  sem samninganefnd var færð beint undir stjórnina, sem á að hafa aukið vinnu stjórnar og formanns við kjarasamningsgerð.

Breytt umgjörð og aukin starfsemi Sambandsins

„Tillaga að breyting á kjörum stjórnar og formanns var lögð fram af starfskjaranefnd og samþykkt í stjórn Sambandsins. Starfskjaranefnd tók allt framangreint til greina inn í sína tillögu. Mat starfskjaranefndar var að vinna formanns Sambandsins samsvari um 50% starfi. Það er því ekki rétt að laun formanns hafi hækkað um 170% frá árinu 2023. Sambandi íslenskra sveitarfélaga þykir miður að rangar upplýsingar hafi farið út um kjör formanns á árunum 2022-2023 og biðst innilegrar velvirðingar á því,“ segir í tilkynningunni.

Tafla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Mikil umræða hefur verið um heildarlaun Heiðu Bjargar borgarstjóra en greint var frá því að þau námu rúmlega 3,8 milljónum króna á mánuði. Augu gagnrýnenda hafa sérstaklega beinst að áðurnefndu formannsembætti hennar á Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þeirri hækkun sem hefur orðið á þeim kjörum undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“