fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. mars 2025 15:11

Svava Kristín er á leið til Eyja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 hefur ákveðið að hætta störfum. Hún mun flytja til Vestmannaeyja og ætlar að einbeita sér að móðurhlutverkinu.

Svava Kristín greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

„Þá er það upptalið af sporti frá mér að sinni, þangað til næst, hafið það sem allra best. Á þessum orðum endaði ég sportpakkana mína í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í þetta skiptið eiga þessi orð vel við því ég hef unnið mína síðustu vakt á Stöð 2,“ segir hún í færslunni. „Það var ótrúlega erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, ég ætlaði mér alltaf að snúa aftur á skjáinn að fæðingarorlofi loknu. Þetta er eitthvað svo miklu meira og skemmtilegra en bara vinna.“

Í maí verða 10 ár síðan Svava Kristín las sinn fyrsta íþróttafréttatíma á Stöð 2, en hún hefur unnið hjá 365, Vodafone og Sýn mest allan sinn feril með stuttum stoppum hér og þar.

„Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein, ég er svo sorgmædd en á sama tíma svo þakklát fyrir allan þennan tíma á Stöð 2. Þetta var drauma vinnan mín en í dag er ég að sinna drauma hlutverkinu, að vera mamma, einstæð móðir í Reykjavík með ekkert leikskólapláss og allt baklandið í Vestmannaeyjum. Það þýðir bara eitt, ég er á leiðinni heim,“ segir hún.

Að lokum segir Svava Kristín að hún stefni á að snúa aftur á skjáinn í einhverri mynd í framtíðinni. En hennar hefðbundna starf hjá Stöð 2 sé lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð