fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 7. mars 2025 15:30

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur einstaklingur virðist mjög áhugasamur um starfsemi Vestmannaeyjabæjar og fyrirtækja í eigu bæjarins. Sendi viðkomandi sveitarfélaginu 219 formlegar fyrirspurnir á síðasta ári.

Greint er frá þessu í fundargerð síðasta fundar bæjarráðs Vestmannaeyja en í fundargerðinni segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varði hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024 og hafi þær allar borist frá einum einstaklingi að tveimur undanskildum.

Ekki virðist ólíklegt að þarna sé á ferðinni sami einstaklingur og sendi bænum 348 formlegar fyrirspurnir árið 2023 en greint var frá því að sá tími sem hafi farið í að svara fyrirspurnunum hafi jafngilt um það bil hálfu stöðugildi starfsmanns.

Sama manneskjan sendi Vestmannaeyjabæ fyrirspurn nánast á hverjum degi í heilt ár

Fyrirspurnum viðkomandi hefur því farið fækkandi og velta má fyrir sér hvort fari að styttast í að hann verði uppiskroppa með viðfangsefni til að spyrjast fyrir um.

Í fundargerðinni eru efni fyrirspurnanna ekki sundurliðuð og því óljóst um hvað fyrirspyrjandinn spurðist helst fyrir um. Af úrskurðum úrskurðarnefndar upplýsingamála má hins vegar ráða að fyrirspyrjandinn hefur ekki alltaf verið sáttur við svör bæjarins við fyrirspurnum hans.

Hvort fyrirspyrjandinn verður jafn duglegur að spyrjast fyrir um starfsemi Vestmannaeyjabæjar á árinu 2025 á hins vegar eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“