fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum

Pressan
Sunnudaginn 9. mars 2025 15:30

Þessi frystikista tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi þreytandi þegar frystirinn eða frystikistan safna ís innan á sig. Það getur orðið til þess að það sé allt annað en auðvelt að ná matnum úr frystinum og kallar svo auðvitað á að hann sá afþíddur öðru hvoru.

En sem betur fer eru til ýmis efni sem geta hjálpað til við að halda frystinum íslausum. Það skemmir ekki fyrir að þú átt eflaust flest af þessum efnum. Focus skýrir frá þessu.

Ástæðan fyrir ísmynduninni er að í hvert skipti sem þú opnar frystinn, þá streymir hlýtt loft inn í hann. Það veldur því að íslag myndast og það þykknar með tímanum og þar með minnkar geymsluplássið.

En það er hægt að halda ísmynduninni niðri með eftirtöldum efnum:

Lyftiduft er þekkt fyrir ýmsa eiginleika og einn þeirra er að halda frystinum íslausum. Það sem þarf að gera er að strá tveimur matarskeiðum af lyftidufti á rakan klút og strjúka síðan frystinn að innan með honum. Með þessu kemur þú í veg fyrir ísmyndun og ekki skemmir fyrir að þetta fjarlægir slæma lykt. Hafðu bara í huga að ekki á að strjúka yfir gúmmílista með lyftidufti því það getur skemmt þá.

Matarolía getur einnig komið að gagni við þetta. Látu nokkra dropa leka á rakan klút og gerðu nákvæmlega það sama og ef þú hefði sett lyftiduft í hann. Olían myndar himnu sem kemur í veg fyrir ísmyndun.

Glýserín er einnig gott til að halda frystinum íslausum. Áður en þú notar þetta töfraefni, þarftu að hreinsa frystinn vel. Síðan er tuska gerð rök með glýseríni og hún síðan notuð til að þurrka frystinn að innan. Glýserín frýs við lægri hita en vatn og því tekur það ís lengri tíma að myndast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi