fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 16:29

Sverrir Einar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson vann að mestu leyti sigur í máli sem KG ehf. höfðaði gegn honum vegna notkunar á vörumerkinu B5 við rekstur skemmtistaðar í Bankastræti 5 í Reykjavík.

Dómur í þessu máli var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. febrúar.

KG ehf. höfðaði mál gegn Sverri Einari og félagi hans, B Reykjavík ehf, vegna notkunar á heitinu B5 í markaðsefni skemmtistaðar sem Sverrir Einar rak við Bankastræti 5. KG var skráður eigandi vörumerkisins B5 Bar-Bistro en Sverrir Einar keypti rekstur staðarins af öðrum aðila.

KG ehf. krafðist 10 milljóna króna í skaðabætur vegna notkunar á merkinu og ennfremur að stefnu greiddu aðrar rétt tæpar 10 milljónir króna fyrir ólögmæta hagnýtinug á vörumerkinu.

B Reykjavík gagnstefndi KG ehf. og krafðist þess að skráning á merkinu B5 Bar-Bistro yrði felld niður hjá Hugverkastofu vegna notkunarleysis.

Dómari tók ekki undir fjárkröfur KG ehf. á hendur Sverri Einari og B Reykjavík. Bent er á að bótakrafan er ekki sundurliðuð eða gerð nánari grein fyrir því hvernig upphæðin er fundin. Er bótakrafan sögð vanreifuð.

Þá telur dómari kröfu KG ehf. um tæpar 10 millónir, eða 9.868.829 kr. fyrir ólöglega hagnýtingu á vörumerkinu sé ekki raunhæf. Álítur dómari að hæfilegt endurgjald fyrir notkunina á vörumerkinu sé 500 þúsund krónur.

Niðurstaðan er því sú að Sverrir Einar og B Reykjavík eru sýknuð af flestum kröfum KG ehf. en þurfa að greiða 500 þúsund krónur fyrir notkun á vörumerkinu B5. Gagnstefnu þeirra um að merkið B5 Bar-Bistró verði fellt niður hjá Hugverkastofu er hafnað.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast