fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 13:30

Teikningar af Arnarlandinu eins og þær birtust okkur fyrst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagstillaga að hinu umdeilda Arnarlandshverfi í Garðabæ var afgreidd á fundi í gær. Húsin sem þar eiga að rísa hafa verið lítillega lækkuð og þéttleiki minnkaður.

Skipulagsnefnd Garðabæjar afgreiddi í gær deiliskipulagstillögu hins fyrirhugaða Arnarlandshverfis, á Arnarneshálsi, sem og breytingar á aðalskipulagi því tengt.

Umdeilt hverfi

Í hverfinu á að rísa blönduð byggð íbúða og verslunar, með áherslu á heilsu. Íbúar í Akrahverfi í Garðabæ og Smárahverfi í Kópavogi hafa mótmælt áætlunum vegna hæðar húsanna, þéttleika og umferðaraukningar. Meðal annars að húsin muni skyggja á útsýni fólks í Smárahverfi yfir Kópavoginn.

Þá hefur það verið gagnrýnt að Borgarlínan sé teiknuð inn á skipulagið en ekki liggi fyrir hvar hún muni liggja.

Sjá einnig:

Hundruð undirskrifta safnast gegn skipulagi Arnarlands í Garðabæ

Íbúar eru ekki þeir einu sem eru ósáttir við skipulagið. Eins og DV greindi frá fyrir skemmstu telur bæjarfulltrúi í Kópavogi byggingarmagnið allt of mikið.

Turnar lækkaðir og íbúðum fækkað

Að mati skipulagsnefndar hafa miklar breytingar orðið á áætlununum síðan þær komu fyrst fram. Hámarkshæðafjöldi svokallaðrar kennileitisbyggingar hafi verið lækkaður úr 9 í 7 eða 13 metra, og annarra bygginga heilsuklasa hafi verið lækkaður um allt að 3 hæðir, eða um 3 til 10 metra.

Dregið hafi úr umfangi heilsuklasa um rúmlega þriðjung. Það er byggingarmagn hafi minnkað úr 40.000 fermetrum í 26.500. Þetta dragi úr skuggavarpi, ásýnd og nærviðri.

Íbúðareiningum hafi fækkað úr 529 í 451, eða um 78 íbúðir. Hámarkshæðafjöldi íbúðarhúsnæðis hafi lækkað um 1 til 2 hæðir.

Svæðisnýtingin ofanjarðar hefur minnkað, úr 1,11 í 0,95 og grænt svæði í miðju byggðarinnar stækkað. Þá hafi verið bætt við heimild fyrir leikskóla í hverfinu.

Umferð aukist hvort sem er

„Skipulagsnefnd telur fulla ástæðu til að taka þær áhyggjur alvarlega sem fram koma í athugasemdum og ábendingum um öryggi og flæði akandi umferðar umhverfis Arnarland og hefur vísað þeim til úrvinnslu við mótun deiliskipulags fyrir Arnarnesveg en sú deiliskipulagsvinna er farin af stað í samstarfi við Kópavogsbæ og í samráði við Vegagerðina,“ segir í bókun nefndarinnar.

Hafi verið unnar umferðargreiningar og skoðanir sem nýtist við mótun tillagna á umbótum vegakerfisins.

Sjá einnig:

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

„Umferðargreiningar og spár sýna fram á að álag muni aukast hvort sem að Arnarland byggist eða ekki og mikilvægt að áætlanir taki tillit til þess þannig að ráðist verði í framkvæmdir tímanlega,“ segir nefndin.

Göng undir Arnarnesveg hafa verið færð austar, frá fjölbýlishúsi við Hofakur. Þá liggja fyrir tillögur að umferðarbætandi aðgerðum á hringtorginu á gatnamótum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar. Þá verður einnig farið í umferðarbætandi breytingar á Akrabraut.

Skuggavarp verði lítið

Fram kemur að skuggavarpsgreiningar sýni að skuggavarp á aðliggjandi byggð verði minniháttar. En skuggvarp og útsýni hafi verið eitt af því sem tekið var tillit til þegar farið var yfir athugasemdir íbúa.

Hafi meðal annars hæstu byggingar verið færðar fjær Hafnarfjarðarvegi og verði ekki nær lóðarmörkum en sem nemi 12 metrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm