fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Pressan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið fótarými og þrengsli í flugvélum voru hvatinn að hugmynd sprotafyrirtækisins Chaise Lounge, sem er með aðsetur í Madríd á Spáni, og hefur opinberað að fyrirtækið sé að vinna með evrópska Airbus að því að prófa tveggja hæða sætaraðir fyrir farþegaflug.

Til að hámarka plássið er hugmyndin sú að sætaraðir eru til skiptis á tveimur hæðum. Farþegar í hvorri röð geta því hallað sæti sínu aftur án þess að valda þeim sem situr fyrir aftan þá óþægindum. Farþegar á neðri hæð hafa síðan meira fótapláss til að teygja úr sér.

Margir netverjar hafa þó bent á óhjákvæmilegan hönnunargalla, sem þeir kalla prumpsvæðið. 

Farþegar í neðri flugsætum eru einfaldlega í beinni „skotlínu“ farþegans fyrir framan/ofan.

„Ekki ætla að fljúga með rassinn á einhverjum fyrir framan nefið á mér.“

„Þeir ætla að rukka þig um hærra fluggjald til að forðast rassinn-í-andlitið röðina er það ekki?“

Alejandro Núñez Vicente, forstjóri og stofnandi Chaise Longue, fagnar þó hugmyndinni og vonast til að hefðbundin flugvélasæti muni víkja fyrir tveggja hæða sætum.

„Þetta er upphaf nýs tímabils í atvinnuflugi, svo ég vona að þú sért jafn spenntur og við með þessa tilkynningu og að þú getir fljótlega ferðast um himininn í þægilegri, rúmgóðri og tveggja hæða sæti.“

Aðspurður um áhyggjur yfir freti farþega í hærri röðum sagði Vicente: „Með skynsemi og þroska ættirðu að geta fundið svarið þitt. Prump fer almennt ekki í gegnum fasta hluti eins og sætispúða, sætishlífar og plastskeljar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Í gær

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann