fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur DV fengið ábendingar frá aðilum sem lýst hafa yfir óánægju með ráðningu á verktaka í stöðu ráðgjafa við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrarbæjar. Maðurinn sem ráðinn var í verkefnið er sambýlismaður og barnsfaðir konu sem gegnir stöðu forstöðumanns umhverfis- og sorpmála hjá bænum. Viðmælendur hafa gagnrýnt þessi tengsl og varpað fram efasemdum um hæfni og sérþekkingu mannsins.

DV spurðist fyrir um samstarf bæjarins við þennan tiltekna verktaka og spurði hvort verkefnið hefði ekki verið boðið út. Guðríður Erla Friðriksdóttir er sviðsstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og svaraði hún fyrirspurninni. Kemur fram í svari hennar að það var hún sjálf sem réð manninn til verkefnisins en ekki sambýliskona hans, sem er undirmaður Guðríðar á sviðinu.

Verkefnið var unnið í tímavinnu frá nóvember 2022 fram í janúar 2024 og fékk ráðgjafinn greiddar samtals tæplega 12,5 milljónir króna fyrir vinnu sína. Bendir Guðríður á að það sé undir viðmiði varðandi útboðsskyldu. Hún bendir einnig á að ráðgjafinn hafi lokið MBA-námi frá Háskóla Íslands.

Í viðtali við RÚV segir Guðríður að það hafi verið mistök að huga ekki betur að hagsmunatengslum þegar ráðið var í þetta verkefni og hugsanlega hefði átt að ráða annan hæfan aðila í verkefnið. Ítrekar hún hins vegar að sambýliskonan og barnsmóðirin hafi ekki komið að ráðningu mannsins. Hún bendir hins vegar á að maðurinn hafi getað hafið störf strax, sem var brýnt, og hann hafi þekkingu á fjármálastjórnun og markaðsmálum. Einnig hafi hann reynslu af ráðgjafastörfum, meðal annars fyrir sveitarfélög í úrgangsmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita