fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Reyndi að sparka upp hurðinni í Stjórnarráðinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 06:42

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt en sá reyndi að sparka upp hurðinni á Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu.

Lögreglan greinir frá þessu í tilkynningu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Að sögn lögreglu veitti maðurinn mótþróa við handtöku en hann var yfirbugaður og vistaður í fangaklefa. Ekki koma frekari upplýsingar um hvað maðurinn hugðist gera eftir að hafa sparkað upp hurðinni.

Alls gista þrír fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Einn þeirra var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í húsnæði hjálparstofnunar. Hann var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður þar uns hægt verður að ræða við hann.

Þá var tilkynnt um sofandi menn á stigagangi í hverfi 170 og var þeim vísað á brott. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnaði í hverfum 101, 103 og 112 og tilkynnt um aðila reyna að stela gasgrilli í hverfi 221. Þeir fundust ekki þrátt fyrir leit.

Loks voru fimm ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins