fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Arsenal má ekki nota undrabarnið í ensku úrvalsdeildinni

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. febrúar 2025 20:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal má einfaldlega ekki nota sinn efnilegasta leikmann, Max Dowman, sem ferðaðist með liðinu til Dúbaí í æfingaferð á dögunum.

Það er Mikel Arteta, stjóri liðsins, sem staðfestir þær fregnir en um er að ræða sóknarsinnaðan miðjumann.

Arsenal þarf á allri hjálp að halda þessa stundina þar sem menn á borð við Kai Havertz, Gabriel Jesus og Bukayo Saka eru allir meiddir.

Talað var um að hinn 15 ára gamli Dowman gæti mögulega verið valinn í hóp á næstunni en það er ekki í boði.

Ástæðan er sú að Dowman var skráður í U15 hóp Arsenal fyrir tímabilið frekar en U16 sem gerir hann ólöglegan í efstu deild.

Leikmenn í U15 og neðar mega ekki taka þátt í leikjum aðalliðsins og því er undrabarnið ekki löglegt út tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl