fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, birti í morgun skjáskot af tölvupósti sem honum barst í gær. Þar er Elliði kallaður „helvítis drasl“ og honum óskað kvalafulls dauða.

Eins og greint hefur verið frá eru umdeildar framkvæmdir fyrirhugaðar á vinsælu brimbrettasvæði við Þorlákshöfn. Um er að ræða landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn og hefur brimbrettafólk gagnrýnt að hún komi til með að eyðileggja eina glæsilegustu brimbrettaöldu landsins.

Hefur brimbrettafólk gripið til ýmissa aðgerða, til dæmis mótmæla og setuverkfalls eins og fjallað var um á vef Vísis í vikunni.

Elliði bendir á í færslu sinni að hann hafi verið viðloðandi stjórnmál í áratugi og eins og gefur að skilja komi oft upp umdeild mál, allt frá erfiðum kjaradeilum yfir í skipulagsmál.

„Aldrei hef ég upplifað þá heift og þá hörmung sem einkennir því miður hluta af brimbrettafólki sem nú notar öll brögð til að koma í veg fyrir lögformlega ákvörðun fullvalda sveitarfélags. Þetta fólk sem harðast gengur fram -sérstaklega þeir sem einnig gegna trúnaðarstörfum fyrir brimbrettafólk- koma óorði á hina,“ segir Elliði og birtir meðfylgjandi skjáskot af skilaboðum sem hann fékk í gær:

„Þessi skilaboð sem ég fékk í gær (og eru hér á mynd) eru því miður eitt margra dæma. Annað má til telja svo sem fullyrðingar um mútuþægni, veist hefur verið að börnum mínum á skemmtistað, glasi hent í átt að mér í miðbænum og óendanlegur fjöldi skilaboða sem þessara. Þá hefur verið ráðist að fyrirtækjum heimamanna, kjörnir fulltrúar atyrtir og fl. Listinn er endalaus. Svona mega mál ekki ganga fyrir sig,“ segir Elliði að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB