fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Sérfræðingar segja að þessi tvö „morgun-einkenni“ geti verið merki um krabbamein

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 21:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ósköp venjuleg einkenni, sem geta komið fram eftir nætursvefn, geta verið merki um alvarlega sjúkdóma, þar á meðal krabbamein.

Samkvæmt því sem bresku krabbameinssamtökin Cancer Research UK segja, þá ætti fólk að vera vakandi fyrir því hvort það svitni á hverri nótt og hvort það glími við óútskýrða þreytu. Þetta getur hvort tveggja verið merki um krabbamein.

Flestir svitna á nóttunni en ef þú vaknar oft við að lakið er rennandi blautt sem og náttfötin, þá ættir þú að hafa samband við lækni.

Express segir að samkvæmt því sem bresk heilbrigðisyfirvöld segi, þá flokkist það sem nætursviti ef maður svitni svo mikið að náttfötin og sængurfatnaðurinn sé gegnblautur, jafnvel þótt það sé svalt þar sem sofið er.

Nætursviti getur verið fylgifiskur breytingaskeiðsins, sýkinga eða vegna ákveðinna lyfja en hann getur einnig verið merki um krabbamein.

Þreyta er oft tengd við of lítinn svefn eða tímabundna sjúkdóma en ef fólk glímir við sífellda þreytu, þá getur það verið merki um krabbamein.

Cance Research UK segir að krabbameinstengd þreyta sé ástand sem hverfur ekki þrátt fyrir svefn eða hvíld og getur haft áhrif á fólk, líkamlega, andlega og tilfinningalega.

Merki um krabbameinstengda þreytu geta meðal annars verið:

Tilfinning um að vera örmagna, jafnvel eftir minniháttar hreyfingu.

Vandamál við að sofa og erfiðleikar við að fara á fætur á morgnana.

Einbeitingarskortur og minnkandi áhugi á daglegum athöfnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu