fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 07:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna, með hlaðborð á stórum hótelum dag eftir dag fyrir allt að þúsund manns á dag og þetta hefur aldrei gerst áður.“

Þetta segir Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, eigandi Veisulþjónustu Suðurlands, í samtali við Sunnlenska.is en fyrirtæki hans sá um veitingar á tveimur þorrablótum á Suðurlandi fyrir skemmstu þar sem veikindi komu upp á meðal gesta.

Í umfjöllun Sunnlenska kemur fram að veikindin stöfuðu líklega af bakteríu sem kallast bacillus cereus. Um 120 einstaklingar tilkynntu veikindi eftir blótin.

Árni segir að umrædd baktería hafi fundist í tveimur sýnum sem tekin voru af hlaðborðinu og spjótin beinist að henni þó ómögulegt sé að staðfesta það. Þannig var ekki skimað fyrir henni í sýnum sem tekin voru úr veikum gestum.

„Við rannsókn á sýnum úr gestum kom ekkert fram sem getur talist óeðlilegt úr þeim algengu matareitrunarvöldum sem skimað er eftir. Bacillus cereus bakterían er einmitt ekki þar á meðal og hún er einstaklega erfið í meðhöndlun þegar hún kemur upp,“ segir Árni í viðtalinu og bætir við að bakterían lifi af 120 gráðu hita og deyr ekki við sótthreinsun í 85% sjúkrahússspritti.

„Það þýðir að alveg sama hversu fullkomnir okkar verkferlar eru, varðandi endurhitun og annað, þá var engin leið til þess að bæta úr ástandinu eftir að sýkingin komst í matvælin eða búnaðinn og á milli hlaðborða. Heilbrigðiseftirlitið er búið að koma og taka út ferlana okkar og gerði engar stórar athugasemdir,“ segir hann í viðtalinu.

Bent er á það að Árni eigi langan og farsælan feril sem matreiðslumeistari og það hafi verið áfall þegar veikindin komu upp.

„Ég er fagmaður, ég er matreiðslumeistari og er búinn að vera í þessum bransa í 17 ár. Ég byrjaði að elda þegar ég var 15 ára og er búinn að vinna á stærstu hótelum landsins og flottustu veitingastöðunum,“ segir hann meðal annars í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“