fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Noah Lee fékk gullið tækifæri til að vinna sér inn tíu þúsund Bandaríkjadali, 1,4 milljónir króna, þegar hann mætti á leik hjá kvennaliði UMass í Mullins Center á dögunum.

Noah var kallaður upp í hálfleik og til að vinna tíu þúsund dollara þurfti hann að hitta úr einu sniðskoti, einu vítaskoti, einu þriggja stiga skoti og svo einu skoti frá miðju vallarins. Þetta þurfti hann að gera á innan við 30 sekúndum.

Það er skemmst frá því að segja að Noah hitti úr öllum skotunum áður en tíminn rann út og fagnaði hann vel og innilega þegar lokaskotið fór ofan í. Það sama gerðu áhorfendur í höllinni enda ekki á hverjum degi sem eitthvað svona gerist á íþróttaviðburðum.

Noah fékk svo nett áfall daginn eftir þegar forsvarsmenn íþróttaliðsins höfðu samband við hann og tjáðu honum að hann fengi ekki neitt. Styrktaraðili félagsins, sá sem hugðist greiða vinninginn, fór nefnilega yfir upptöku af atvikinu og á henni sést þegar Noah stígur á línuna á miðju vallarins.

Í samtali við New York Post segist Noah ekki bera neinn kala í brjósti til skipuleggjenda keppninnar. „Þetta var skemmtilegt augnablik og skemmtileg reynsla,“ segir hann.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“