fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Óvissustig Almannavarna gildir frá og með klukkan 12:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Þangað til annað kemur í ljós.

Í tilkynningu frá Almannavörnum er bent á að veðrið gangi yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á  vef Vegagerðarinnar.

Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Einnig getur það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og í lofti.

Næsta sólarhringinn er ekkert ferðaverður og fólk beðið um að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar.

  •  Samfélagsleg áhrif á almenning
  •  Ekkert ferðaveður
  •  Raskanir á samgöngum
  •  Foktjón líklegt
  •  Útlit fyrir vatnavexti
  •  Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni á ákveðnum stöðum á landinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“