fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. febrúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi en hún starfaði í 11 ár hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), þar af í tíu ár sem verkefnastjóri.

Konan er sökuð um að hafa í 216 skipti falsað kröfur í tölvukerfi SÍ að fjárhæð 156.298.529 krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga, eiginmanns síns, sem nú er látinn, og tveggja sona sinna á fertugsaldri.

Annars vegar var um að ræða kröfur vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá mennina sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis.

„Eftir að ákærða falsaði kröfumar í kerfi stofnunarinnar, blekkti hún aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar voru að lokum greiddar út til meðákærðu og eiginmanns hennar,“ segir í ákærunni.

Í 61 tilviki runnu greiðslurnar inn á reikning eiginmanns konunnar, allt frá árinu 2013 til og með 2018. Í 70 og 85 tilvikum runnu greiðslurnar inn á reikninga sona konunnar og stóðu þau svik yfir fram á árið 2024.

Annar sonur konunnar er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa móttekið í 70 tilvikum samtals tæplega 49 milljónir króna inn á bankareikning sinn sem honum mátti vera ljóst að var ávinningur af refsiverðum brotum móður hans.

Samskonar ákæra er á hendur hinum syninum en þar eru tilvikin 85 og upphæðin samtals rétt rúmlega 80 milljónir króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag, 3. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð