fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Samfylkingin vill herbergi Sjálfstæðisflokksins en hann vill alls ekki gefa það eftir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu til afnota þegar þing kemur saman innan skamms. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti haft umrætt herbergi frá árinu 1941 og vill alls ekki gefa það eftir til Samfylkingarinnar.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eins og kunnugt er varð Samfylkingin stærsti flokkurinn eftir kosningarnar í lok nóvember og fékk 15 þingmenn kjörna og bætti við sig níu þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fékk 14 þingmenn og missti tvo þingmenn.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði sent henni bréf í byrjun mánaðar um erindi Samfylkingarinnar – að taka yfir herbergi Sjálfstæðisflokksins.

Hildur segir við blaðið að hún hafi sent Rögnu athugasemdir og bent á að krafa Samfylkingar væri ekki í samræmi við reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Þar sé kveðið á um að flokkar almennt haldi herbergjum sínum nema annað kalli á breytingar, stærð þingflokka til dæmis.

Bendir Hildur á að 19 manna þingflokkur hafi verið í næsta herbergi án þrengsla eða vandkvæða. Ekki virðist liggja fyrir hvort kröfum Samfylkingarinnar verði mætt en það kemur væntanlega í ljós fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu