fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Sigurjón segir að margir hafi hlaupið á sig – Nefnir meðal annars Sindra Sindrason og Dr. Football

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 19:30

Sindri og Hjörvar eru meðal þeirra sem Sigurjón nefnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir ýmislegt hægt að læra af skráningarmálinu svokallaða. Ekki orð sé að marka stjórnmálaumfjöllun Morgunblaðsins og margir hafi hlaupið á sig, meðal annars Dr. Football og Sindri Sindrason.

„Hvað getur fólk lært af þessu skráningarmáli?“ spyr Sigurjón í færslu á samfélagsmiðlum. En eftir að Morgunblaðið fjallaði um að Flokkur fólksins hefði fengið ríkisstyrk þrátt fyrir að vera skráður félagasamtök greindi Vísir síðan að Sjálfstæðisflokkurinn væri á meðal þeirra sem hefðu líka gert það.

„Því er fljótsvarað það er ekki orð að marka stjórnmálaumfjöllun Morgunblaðsins , en þessi aðgerðablaðamennska Andrésar Magnússonar, Stefáns Einars og Andreu Sigurðardóttur er komin á þann stað að þau geta með fullum sóma kallað sig falsfréttmenn,“ segir Sigurjón í harðorðri færslu. „það á m.a. við um hvernig blésu upp örlítinn formgalla á skráningu Flokks fólksins með afar ógeðfelldri framsetningu þar sem látið var í veðri vaka að eitthvert misferli væri í gangi. Nú er komið í ljós að fleirum en Flokki fólksins varð á hvað umrætt atriði varðar og ég tel að ganga megi að því vísu að það hafi „fréttamennirnir“ vitað allan þann tíma sem stórfurðulegur fréttaflutningur þeirra stóð yfir.“

Segir hann að fólkið í landinu sjái í gegnum það augljósa. Að ritstjórn Morgunblaðsins hafi ákveðið að gera Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, að skotmarki.

Hafi hlaupið á sig

Þá segir Sigurjón að alls kyns „flokksþrælar“ og forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi síðan endurvarpað þessu á opinberum vettvangi. Hafi jafn vel gefið í skyn að verið sé að taka fé ófrjálsri hendi.

Sjá einnig:

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

„Meðal þeirra sem hafa hlaupið á sig eru; Jón Steinar Gunnlaugsson sem skrifaði ábúðarmikið bull um lögin og markmið þeirra. Áslaug Arna og Dr. football reyndu að gera sig breiða með því að veifa þessu bulli, fl. fl. má telja upp m.a. Sindra Sindrason flokksmaðurinn í Bítinu og jú Björn Bjarnason sem heiðraði FB-síðuna mína með því að bræla algera dellu um málið,“ segir Sigurjón að lokum. „Mun eitthvað af þessu fólki sem gekk hve lengst í að spinna delluna sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar?“

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Flokks fólksins, gerði málið einnig að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum.

Þrjú atriði

„Segðu, hér er nokkuð sem allir vissu sem vildu vita. Sjálfstæðisflokkurinn fékk útgreiddan styrk án réttrar skráningar,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur Ármannsson Mynd/Aðsend

Nefnir hann þrjú atriði sem þurfi að laga hjá Flokki fólksins. Í fyrsta lagi þurfi að skrá lögheimili flokksins í samþykktir. Það sé Fjörgyn 1 í Grafarvogi og komi fram í fyrirtækjaskrá og víðar. Í öðru lagi ská hver ritar firma flokksins en í samþykktum segir að stjórn ráði framkvæmdastjóra og veitir honum prókúru. Í þriðja lagi þurfi að kveða á í samþykktum um kjör og kjörtímabil endurskoðanda og endurskoðunarfyrirtækja.

„Þegar búið er að setja þessi þrjú atriði í samþykktir þarf að senda þær til fyrirtækjaskrár, sem sér um skráningu stjórnmálaflokka,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn