fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Inga biðst afsökunar á símtalinu umdeilda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 13:24

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins hefur beðist afsökunar á umdeildu símtali við skólameistara Borgarholtsskóla. Neitar hún því þó að hafa kynnt sig sem ráðherra í símtalinu og að hún myndi beita áhrifum sínum.

Inga sagði þetta í samtali við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Símtalið snerist um skó barnabarns Ingu sem týnst höfðu í skólanum, þar sem barnabarnið er nemandi, en skórnir komu þó á endanum í leitirnar.

Inga viðurkenndi að hafa hringt í skólameistarann og að það hafi verið fljótfærni sem muni ekki endurtaka sig. Hún biður skólameistarann afsökunar. Inga segist gera sér grein fyrir að það fylgi því mikil ábyrgð að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands en hún hefur verið sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu í málinu.

Inga neitar því hins vegar að hafa kynnt sig sem ráðherra í símtalinu og að hafa ýjað að því að hún myndi beita áhrifum sínum vegna hvarfs skónna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“