fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stefnir á að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, en hún tilkynnti framboð sitt á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í gær.

Hún hefur eins opnað framboðssíðuna aslaugarna.is en þar má kaupa af henni framboðsvarning, derhúfu, stílabók ásamt penna og loks skyndihjálparkassa.

Skyndihjálpakassinn kostar 6.500 kr.  og segir í lýsingu að um sé að ræða skyldueign fyrir öll heimili. Áslaug tekur þó fram að hjartastuðtæki og leiðbeiningabæklingur um Heimlich-aðferðina fylgi ekki vel. Þarna vísar þingmaðurinn til atviks sem átti sér stað skömmu fyrir jól þegar Áslaug bjargaði lífi gestar á veitingastaðnum Kastrup.

Gesturinn lenti í því að það stóð í hinum, lyppaðist niður og náði ekki andanum. Þá myndaðist mikið fát og enginn vissi hvað ætti til bragðs að taka – enginn nema Áslaug sem gekk beint til verks og notaði Heimlich-aðferðina. Heimlich er björgunaraðferð til að ná aðskotahlut sem stendur í fólki. Það var læknirinn Heimlich sem bjó aðferðina til árið 1974 og hefur hún síðar bjargað fjölmörgum mannslífum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð