fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 16:32

Karol­is Zelen­kauskas, banamein hans var eitt höfuðhögg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Irving Alexander Guridy Peralta, 29 ára, hef­ur verið dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás sem varð Karol­is Zelen­kauskas að bana. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Árásin átti sér stað aðfaranótt laug­ar­dags­ins 24. júní 2024  á skemmti­staðnum Lúx við Aust­ur­stræti. Hinn látni var 25 ára og frá Lit­há­en.

Sjá einnig: Staðfest að banamein Karolis var eitt höfuðhögg

Irving var ákærður „fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 24. júní 2023, inni á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti 7 í Reykjavík, fyrirvaralaust slegið A, kennitala […] , eitt högg efst á vinstri hluta hálsins, aftan við vinstra eyrað, þannig að hann fékk slink á höfuðið, en afleiðingarnar voru þær að hann lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni.“

Mbl.is greinir frá og hefur eftir Dag­mar Ösp Vé­steins­dótt­ur, sak­sókn­ara hjá héraðssak­sókn­ara, að maðurinn hafi játað verknaðinn og því var ekki talin þörf á aðalmeðferð.

Í dómsniðurstöðu kemur fram að ákærði á engan sakaferil að baki. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið. Gögn málsins bera það með sér að brotið hefur verið ákærða þungbært og hefur hann glímt við einkenni alvarlegs kvíða og þunglyndis, auk áfallastreitu, í kjölfarið. Við ákvörðun refsingar verður ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti ákærða. Ekki verður talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar, sem samkvæmt upptöku úr eftirlitsmyndavél virðist hafa verið fyrirvaralaus. Á hinn bóginn verður litið til þess að ákærði hafði ekki ásetning til þess að vinna brotaþola slíkt tjón sem raun varð og afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til og verða metnar honum
til gáleysis.“

Ákærði var einnig dæmdur til að greiða 2.895.655 krónur í skaða- og miskabætur með vöxtum til móður hins látna. Gjafsóknarkostnaður hennar greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, sem telst hæfilega ákveðin 500.000 krónur. Ákærði greiði 500.000 krónur í málskostnað sem renni í ríkissjóð og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1.000.000 króna, og 1.333.624 krónur í annan sakarkostnað.

Dóm­ur var kveðinn upp í mál­inu 30. des­em­ber en dómurinn var birtur á vef dómstólana í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bogi Nils: Ísland gæti endað í flokki með ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við

Bogi Nils: Ísland gæti endað í flokki með ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum