fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steini Kára Ragnarssyni, viðskiptastjóra hjá Sýn, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá hefur DV heimildir fyrir því að öðrum viðskiptastjóra hjá Sýn hafi einnig verið sagt upp í morgun. Fylgir Steinn Kári þar með systur sinni, Kolbrúnu Dröfn Ragnarsdóttur, út í kuldann en greint var frá brotthvarfi hennar sem yfirmanni auglýsingamála hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, í byrjun vikunnar.

Steinn Kári hefur komið víða við á ferli sínum og var til dæmis framkvæmdastjóri hjá PoppTíví og kom að stofnun 24 stunda, sem síðar varð Blaðið. Þar var hann markaðs- og auglýsingastjóri. Steinn Kári starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV ehf. um margra ára skeið.

Sjá einnig: Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Í frétt DV á mánudag kom fram að starfsfólk væri undrandi á þeim vendingum sem nú virðast eiga sér stað innan fyrirtækisins. Varð Kolbrún Dröfn fjórða konan sem hverfur á braut frá fyrirtækinu á skömmum tíma.

Áður hafði verið greint frá því að Eva Georgs Ásudóttir væri hætt sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 eftir tæplega tveggja áratuga starf og stuttu síðar að náin samstarfskona hennar, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ein þekktasta sjónvarpskona stöðvarinnar hefði sömuleiðis ákveðið að segja skilið við starf sitt sem dagskrárgerðarmaður. Þá var greint frá því stuttu síðar að Þóra Björg Clausen hefði sagt upp sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 eftir 10 ára starf.

DV hefur heimildir fyrir því að brotthvarf þessara öflugu og reynslumiklu starfsmanna hafi valdið titringi og einhverjir óttist að stórar breytingar séu fram undan.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, skrifaði bréf til starfsmanna í síðustu viku og fundaði með þeim þar sem hún blés á vangaveltur um drastískar breytingar.

Sagði hún útilokað að þekkt vörumerki eins og Bylgjan, Vísir, FM957 og fleiri myndu hverfa af sjónarsviðinu en sagði að frekari skoðun stæði yfir varðandi vörumerkin Vodafone og Stöð 2. Ekki væri tímabært að ræða hvort einhverjar breytingar yrðu á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans