fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 08:54

Ross Ulbricht er fertugur að aldri og á heimleið, tíu árum eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað Ross Ulbricht, stofnanda Silk Road, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi árið 2015.

Silk Road var stofnuð á mykranetinu svokallaða árið 2011 og varð á skömmum tíma að ógnarstórum svörtum markaði þar sem vopn og eiturlyf gengu meðal annars kaupum og sölum.

Ulbricht var handtekinn árið 2013 vegna aðkomu sinnar að vefsíðunni. Hann var þá aðeins 29 ára gamall en þá þegar, aðeins tveimur árum eftir að Silk Road fór í loftið, orðinn margfaldur milljarðamæringur.

Ulbricht hefur afplánað dóm sinn í alríkisfangelsi í Arizona og segist Trump hafa hringt í móður Ulbrichts og látið hana vita af fréttunum. Segjast lögmenn hans vonast til þess að hann verði látinn laus úr fangelsi innan fárra daga.

Með þessu má segja að Trump hafi staðið við stóru orðin því hann sagði í kosningabaráttunni að hann myndi vinna að náðum Ulbricht ef hann yrði kjörinn forseti.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun DV um Silk Road frá árinu 2020 og hvernig Ísland kom við sögu í að uppræta málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“