fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 18:30

Sumum þykir Pattaya vera of subbulegur staður fyrir giftingar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæland er að verða einn helsti áfangastaður samkynja para sem vilja giftast. Þrátt fyrir að hafa mjög líflegt hinsegin næturlíf vilja ferðaþjónustufyrirtæki ekki markaðssetja Pattaya sem áfangastað.

Pattaya Mail greinir frá þessu.

Ýmis ferðaþjónustufyrirtæki hafa stokkið á vagninn og auglýst Tæland sem vettvangs giftingar samkynja para. Boðnir eru lúxus ferðapakkar og bent á vinsamlegt viðmót heimamanna.

Ferðaþjónustufyrirtæki á borð við Pure Bliss bjóðast til að sjá um allt saman. Meðal annars myndbandsupptöku af giftingarathöfninni og blómaskreytingar.

Bangkok, Phutket, Chiang Mai, Hua Hin og fleiri staðir eru listaðir sem áfangastaðir en ekki Pattaya, einn þekktasti ferðamannastaður Tælands þar sem hinsegin næturlíf er mjög virkt.

Eitt ferðaþjónustufyrirtækið sem býður upp á giftingar í Bangkok og Phuket tekur sérstaklega fram að Pattaya hafi of subbulegt orðspor á sér til þess að teljast vettvangur þar sem fólk hnýtir hnút sem á að duga út lífið.

„Það er ljóst að ferðamannastofa Tælands á mikið verk fyrir höndum að markaðssetja Pattaya sem stað fyrir samkynja pör að gifta sig í,“ segir í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
Fréttir
Í gær

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“