fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Þorvaldur: „Erum himinlifandi með þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og stjórnin erum himinnlifandi með þetta eftir að hafa farið í gegnum gott ferli með þremur aðilum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ við 433.is eftir fyrsta blaðamannafund Arnars Gunnlaugssonar í kjölfar þess að hann var ráðinn í gær.

Freyr Alexandersson kom einnig til greina og erlendur aðili, sem talið er að sé Bo Henriksen. „Allir þeir þrír sem við töluðum við hefðu orðið góðir kostir. En niðurstaðan er sú að Arnar var valinn og við erum mjög ánægð með það,“ sagði Þorvaldur.

video
play-sharp-fill

Hann væntir mikils af Arnari og þakkar Víkingi fyrir góðar viðræður, en hann var auðvitað fenginn þaðan.

„Við vonum klárlega að Arnar komi hér inn með innspýtingu. Við höfum horft á hann gera mjög skemmtilega hluti í Víking, hvernig hann hefur höndlað hópinn og fengið fólk með sér.

Við áttum mjög gott samtal við Víkinga og eru mjög þakklát fyrir að fá Arnar til að taka við þessu starfi. Við erum viss um að þeir fá góðan einstakling til að taka við og vonandi gengur þeim vel áfram.“

Nánar er rætt við Þorvald í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
Hide picture