fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 15:00

Stígur Diljan er í hópnum. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur fengið 60 þúsund króna sekt frá KSÍ eftir  leik liðsins við KR í Reykjavíkurmótinu.

KR vann leikinn 2-5 og standa þau úrslit. Stígur Diljan Þórðarson, sem sneri aftur í Víking frá Triestina á dögunum, spilaði leikinn en er ekki kominn með leikheimild. Því hlýtur Víkingur sektina.

Af vef KSÍ
Í leik Víkings R. og KR, í Reykjavíkurmóti karla, sem fram fór þann 14. janúar tefldi lið Víkings R. fram ólöglegum leikmanni.

Stígur Diljan Þórðarson spilaði með Víking R. í leiknum en var skráður í lið erlendis. Af þessum sökum hefur Víkingur R. verið sektað um 60.000 krónur. Úrslit leiksins standa óbreytt 2-5 KR í vil.

Úr ábendingum sem sendar voru til þátttakenda í Reykjavíkurmóti meistaraflokks:
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni .

Samkvæmt reglum KSÍ um Deildarbikarkeppni segir í grein 10.1:
Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Í gær

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn