fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 07:15

Bárðarbunga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu á sjöunda tímanum í morgun og mældist stærsti skjálftinn 4,8 klukkan 06:29 samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan sjö í morgun kom fram að um 40 skjálftar hefðu mælst í hrinunni. Þá er tekið fram að hrinan sé í norðvestanverðri öskunni og þyki nokkuð óvenjuleg. Eru vísindamenn þessa stundina að yfirfara gögnin.

Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þéttni skjálfta sé mjög mikil og minni á kvikuinnskot. Er tekið fram í færslunni að „gríðarmikil“ skjálftahrina sé hafin í miðri Bárðarbungu.

„Álíka hrina hefur ekki orðið í Bárðarbungu árum saman. Síðast gaus í eldstöðinni 2014 og síðan þá hafa stórir skjálftar átt sér stað reglulega í öskju eldstöðvarinnar, en þó eru þeir yfirleitt stakir og án eftirskjálfta. Athygli vekur að þessi virkni hefst á sama tíma og Grímsvatnahlaup,” segir í færslu hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra