fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Illa hefur gengið að koma manni úr landinu – Fékk brottvísun fyrir meira en fjórum árum og eftirlýstur í meira en ár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 19:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu neyddist til að fá mann úrskurðaðan í gæsluvarðhald svo hægt væri að koma honum úr landi. Það hafði verið árangurslaust reynt frá því í byrjun september árið 2020.

Þessa sögu má lesa úr gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar og Héraðsdóms sem birtur var á vefsíðu Landsréttar í dag. Á Þorláksmessu staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 3. janúar. Gæsluvarðhaldið var talið nausðynlegt svo hægt væri að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar um brottflutning mannsins frá landinu.

Maðurinn var handtekinn þann 19. desember 2024 vegna rannsóknar máls þar sem hann er grunaður um að hafa móttekið póstsendingu sem innihélt fíkniefni. Kom þá í ljós að Útlendingastofnun hafði úrskurðað 2. september 2020 að manninum skyldi brottvísað frá landinu og hann sæta endurkomubanni. Honum var gert fimm sinnum að sæta tilkynningaskyldu en sinnti henni aldrei. Átti hann að tilkynna sig á lögreglustöð en bar því við að það væri ekki hans starf heldur væri það hlutverk lögreglu að leita að honum. Hefur maðurinn verður eftirlýstur hjá lögreglu síðan í desember 2022.

Í lagarökum lögreglustjóra í málinu segir:

„Að mati lögreglu hefur varnaraðili sýnt vilja sinn um undankomu brottvísunar í verki, en hann hefur ekki virt ákvörðun lögreglustjóra um að sinna reglulegri tilkynningarskyldu né ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann frá Íslandi frá 2. september 2020. Í málinu liggur óumdeilt fyrir að varnaraðila hefur verið vísað á brott frá Íslandi og er það mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að hann sæti gæsluvarðhaldi til að tryggja framkvæmt þeirrar ákvörðunar, sbr. g-lið 1. mgr. 115. gr. útlendingalaga nr. 80/2016. Lögregla telur miklar líkur á því að varnaraðili láti sig hverfa áður en ákvörðunin verður framkvæmd, svo sem hann hefur þegar sýnt í verki.“

DV hefur ekki upplýsingar um hvort búið sé að koma manninum úr landi en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út 3. janúar. Einnig kann að vera að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt en ekki liggja fyrir upplýsingar um það.

Úrskurðina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot