fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Hrikalegt myndband frá Los Angeles

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir tvo menn og hund í húsnæði í Los Angeles hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Alvarlegir skógareldar geysa á stórum svæðum í úthverfum borgarinnar og eru þekktir leikarar í hópi þeirra sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín.

Myndbandið hér að neðan var tekið af húsráðanda í ónefndu hverfi í Los Angeles og sýnir gríðarlegt eldhaf umlykja húsið.

Í fréttum breskra og bandarískra fjölmiðla kemur fram að ekki sé vitað með vissu hver tók myndbandið eða hvort viðkomandi hafi náð að koma sér í öruggt skjól. Kevin Dalton, sem birti meðfylgjandi myndband, segir á X að hann hafi fengið af því fréttir að mennirnir og hundurinn hafi náð að koma sér út og séu við góða heilsu.

Engar fréttir hafa borist af manntjóni en frekari upplýsingar eru væntanlegar í dag.

Mail Online ræddi við fasteignamógúlinn Rick Caruso en hann segir að nokkrar eignir hans í Palisades Village hafi orðið eldinum að bráð. Kennir hann borgaryfirvöldum í Los Angeles um stöðuna en borið hefur á vatnsskorti í borginni sem gerir slökkvistarf erfitt.

Þá hefur borgarstjórinn Karen Bass verið gagnrýnd fyrir að vera í fríi utan landsteinanna á meðan alvarleg staða ríkir í borginni en fjármagn til slökkviliðs borgarinnar var skorið niður um 23 milljónir dollara í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða
Fréttir
Í gær

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“