fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Frakkar vara Trump við vegna Grænlands – Tekið verði hart á Bandaríkjamönnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:30

Trump vill komast yfir Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ef ráðist verður á landamæri fullvalda ríkja sambandsins.

Þetta segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, í tengslum við umræðu þess efnis að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geti hugsað sér að ná yfirráðum yfir Grænlandi með hervaldi.

Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar.

Trump neitaði að útiloka það á mánudag að hervaldi kynni að verða beitt til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Barrot sagði í morgun að hann hefði ekki miklar áhyggjur af því að Bandaríkin myndu ráðast inn í Grænland en ef ske kynni varar hann Bandaríkin við.

„Það er kristaltært að Evrópusambandið myndi ekki leyfa öðrum þjóðum að ráðast á landamæri fullvalda ríkja, sama hver þau eru. Við erum sterk heimsálfa,“ sagði hann.

„Ef þú spyrð mig hvort ég haldi að Bandaríkin muni ráðast inn í Grænland er svar mitt nei. En erum við á leið inn í tíma þar sem segja má að hinir sterkustu lifi af? Við því er svar mitt já.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat