fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Trump úti­lokar ekki að beita hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná Grænlandi undir yfirráð Bandaríkjanna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 19:01

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, sagðist á blaðamannafundi í dag ekki úti­loka að beita hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná Grænlandi og Panamaskurðinum undir sín yfirráð. Sagði Trump yf­ir­ráð Banda­ríkj­anna á hvoru tveggja nauðsyn­leg fyr­ir ör­yggi bandarísku þjóðar­inn­ar.

Græn­land er sjálfs­stjórn­ar­svæði sem heyr­ir und­ir Dan­mörku. Danmörk var eitt stofnríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATÓ) árið 1949, ásamt Banda­ríkj­un­um, Íslandi og níu annarra ríkja.

Á blaðamannafundinum sagðist Trump einnig tilbúinn til að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

New York Times greinir frá því að Trump hafi beinlínis hótað Danmörku með tollahækkunum láti Danmörk Grænland ekki af hendi.

Sonur Trumps, Donald Trump yngri, er nú staddur í óopinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsókn sem danskir fjölmiðlar eru lítt hrifnir og telja hana tengjast áhuga verðandi forseta á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið