fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Pressan
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 06:29

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan lagði nýlega hald á sjö tonn af kókaíni sem fannst niðurgrafið á bóndabæ í suðurhluta landsins. Var kókaínið geymt í gámum, sem höfðu verið grafnir niður.

Lögreglan komst á snoðir um fíkniefnin þegar sást til ferða tveggja grunsamlegra hraðbáta við árósa Guadalquivir árinnar.

Lögreglumenn fylgdu bátunum eftir að bóndabæ í Coria del Rio, sem er sunnan við Sevilla. Þar fann lögreglan tvo niðurgrafna gáma sem innihéldu sjö tonn af kókaíni. Þrír voru handteknir á vettvangi.

Lögreglan segir að aldrei áður hafi hald verið lagt á svo mikið kókaíni í suðurhluta landsins.

Auk kókaínsins, var hald lagt á þrjú skotvopn, þar á meðal AK-47, og tvö stolin ökutæki.

Spánn er meðal þeirra Evrópuríkja sem smyglarar nota einna mest við að koma fíkniefnum til álfunnar. Ástæðan er að Marokkó er skammt undan en þar er mikið framleitt af kannabisefnum, og náin tengsl við gamlar spænskar nýlendur í Suður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli