fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. janúar 2025 19:27

Hörður Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, átti arfaslakan leik í 2-2 jafnteflinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Trent hefur mikið verið í umræðunni vegna hugsanlegra skipta hans til Real Madrid næsta sumar. Samningur hans við Liverpool er að renna út og svo virðist sem hann sé á förum eftir tímabilið.

Getty Images

Það er spurning hvort Trent sé kominn með hausinn til Real Madrid. Hann var allavega arfaslakur í dag svo eftir því var tekið.

„Er ekki kominn tími til að taka Trent-Alexander Arnold af velli? Hann er að eiga algjöran hauskúpu-leik,“ sagði knattspyrnulýsandinn ástsæli, Hörður Magnússon, er hann lýsti leiknum á Sjónvarpi Símans í dag.

Þá lét Roy Keane Trent gjörsamlega heyra það á Sky Sports. „Við tölum um hvað hann er góður fram á við en hann var eins og skólastrákur í vörninni í dag,“ sagði hann.

„Það er talað um að hann sé á leið til Real Madrid en með þessum varnarleik er hann frekar á leið til Tranmere Rovers.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur