fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingar voru 33% þeirra sem afplánuðu dóm innan og utan fangelsa á Íslandi á nýliðnu ári og hefur hlutfallið aldrei verið hærra.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vísar í svar frá Fangelsismálastofnun við fyrirspurn blaðsins. Í blaðinu kemur einnig fram að aldrei í sögunni hafi jafn margir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í fyrra, eða 298 einstaklingar, og voru 70% með erlent ríkisfang.

Hlutfall erlendra ríkisborgara sem afplána dóma hér á landi hefur farið hækkandi á síðustu árum. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á að hlutfallið hafi verið 17% árið 2021, 21% árið 2022 og 28% árið 2023. Í fyrra var hlutfallið svo komið í 33% sem fyrr segir.

Íslendingum sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald hefur einnig fjölgað, ef marka má tölur Fangelsismálastofnunar sem Morgunblaðið vísar til. Árið 2024 voru 90 Íslendingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald samanborið við 59 Íslendinga árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK