fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 12:30

Egill komst í jólaskap.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaður, greinir frá því að hann hafi fengið rausnarlega gjöf frá Íslandsbanka. Eða það má alla vega líta á það þannig, eða ekki.

„Verð að segja að ég komst í gríðarlegt jólaskap í dag þegar ég fékk þessa rausnarlegu jólagjöf frá Íslandsbanka vegna kreditkorts sem ég nota mikið,“ segir Egill í færslu á samfélagsmiðlum. „Heilar 1000 krónur í endurgreiðslu ef ég fer í bakarí og fæ mér kleinu og/eða kakó.“

Með færslunni birtir hann skjáskot af tilkynningu bankans. Þar er sagt að Íslandsbanki vilji þakka honum fyrir frábært samstarf á árinu með smá glaðningi. Það er vegna þess að hann sé Premium Icelandair korthafi.

„Þú færð 1.000 kr. inneign í formi endurgreiðslu í þínu næsta bakaríi sem þú getur nýtt í hvaða vöru sem er. Hvort sem þú færð þér rjúkandi kaffibolla, heitt kakó eða piparkökur, þá vonum við að þú njótir vel,“ segir þar.

Tilboðið er virkjað í appinu, greitt er með kortinu og Fríða endurgreiðir 18. næsta mánaðar. Hjá Fríðu sést í hvaða bakaríum er hægt að nota tilboðið til 20. janúar.

Sjá má fólk falla í stafi í athugasemdum yfir þessari gjöf. En sumir eru hneykslaðir.

„Djö…Eru þeir hallærislegir! Þetta er móðgun. Hvað fékk Bankastjórinn í jólagjöf ?!“ spyr ein. „Þessi “gjöf” Íslandsbanka (sem ég fékk reyndar líka) er hallærislegri en allt hallærislegt,“ önnur.

Enn önnur efast um að hægt sé að fá kaffibolla í bakaríi fyrir 1000 krónur. „Nærð ekki kaffibolla og kleinu. Það er alveg 2400kr,“ segir ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“