fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2024 12:59

strætó, rafmagn, strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs 2025 stefnir Strætó að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit. Álagið er byggt á lögum nr. 28/2017 um farþegarflutninga og farmgjöld á landi og reglugerð nr. 1021/2023. Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.

Álaginu er meðal annars ætlað að minnka svindl um borð í vögnum og að fólk ferðist um miðalaust eða á röngu fargjaldi og greiði þar af leiðandi ekki til almenningssamgangna, eins og segir í tilkynningu frá Strætó.

Fargjaldaálaginu er þannig ætlað að tryggja jafnræði og sanngirni í almenningssamgöngum. Með því að tryggja að allir farþegar greiði rétt fargjald er hægt að viðhalda góðri þjónustu og koma í veg fyrir að aukakostnaður vegna svindls bitni á öðrum farþegum.

Hvað er fargjaldaálagið hátt?

Almennt: 15.000 kr.

Ungmenni: 7.500 kr.

Aldraðir: 7.500 kr.

Öryrkjar: 4.500 kr.

Eftirlitsmenn hafa verið um borð í vögnum í mörg ár og verður þetta nú eitt af þeirra verkefnum. Ávallt hefur verið heimilt að vísa fólki úr vögnum hafi það ekki greitt rétt fargjald en nú bætist við að það sé hægt að innheimta fargjaldaálag af þeim sem geta ekki sýnt rétt fargjald við eftirlit. Álagið er innheimt í heimabanka eða greitt á staðnum eftir því sem við á.

Frekari upplýsingar um fargjaldaálag má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix