fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Reynir hættir í blaðamennsku eftir söluna – Verðmiðinn á Mannlífi ekki hár

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 21:41

Reynir á að baki langan feril í blaðamennsku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að hætta í blaðamennsku við yfirvofandi kaup Heimildarinnar á Mannlífi. Hann segir verðmiðann á miðlinum ekki háan.

„Á næstu vikum stefni ég að því að hætta störfum sem ritstjóri Mannlífs eftir tæplega fimm ára starf í þessari lotu. Það er mér mikil ánægja að Mannlíf, Vín og matur og mannlif.is fara að líkindum undir útgáfu Heimildarinnar,“ segir Reynir í færslu á samfélagsmiðlum.

Greint var frá yfirvofandi kaupum Sameinaða útgáfufélagsins, sem rekur Heimildina, á Sóltúni ehf, sem rekur Mannlíf, í kvöld. Ekki var einhugur um kaupin í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins og sögðu tveir stjórnarmenn, sem áður höfðu verið eigendur í Kjarnanum, sig úr stjórn vegna kaupanna.

„Rétt er að halda því til haga að yfirtakan á fjölmiðlinum hefur ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Og til þess að eyða misskilningi þá er verðmiðinn á fjölmiðlinum ekki hár,“ segir Reynir.

Viðræður um söluna á miðlum Mannlífs hafi staðið síðan í júní og miði vel. „Við, eigendur Mannlífs, sem báðir erum í hópi stofnenda Stundarinnar höfðum fyrst og fremst að leiðarljósi að tryggja starfsfólki okkar áframhaldandi störf í góðu umhverfi,“ segir Reynir.

Það sem tekur við hjá Reyni eru verkefni hjá Ferðafélagi Íslands, bókaskrifum og að stýra hlaðvarpinu Sjóaranum. Ætlar hann að stíga út úr daglegu þrasi fréttamiðla.

„Ég verð áfram hluthafi í Heimildinni og mun rækja þær skyldur sem því fylgja,“ segir Reynir að lokum. „Næstu vikur fara í að ljúka samningum. Spennandi ár er í uppsiglingu. Ég er þakklátur fyrir skemmtilega tíma og rúmlega 30 ára starf við blaðamennsku. Þetta er orðið gott í bili og tímabært að huga að áhyggjulausu ævikvöldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila