Roy Keane, goðsögn Manchester United, missti stjórn á skapi sínu er hann ræddi við stuðningsmann Ipswich á dögunum.
Keane var að vinna hjá Sky Sports yfir leik Ipswich og Manchester United þegar hann fór að rífast við stuðningsmann Ipswich.
Sá hafði verið að lesa yfir Keane sem stýrði Ipswich á sínum tíma en fór ekki frá félaginu í góðu.
„Ég var ekki reiður á Ipswich leiknum, það sem gerist þegar við förum fyir svona leiki er að stuðningsmenn eru oft uppi eða niðri. Fólk heldur að það geti sagt hvað sem er við mann, við eigum bara að taka því,“ sagði Keane.
Roy Keane wanted it in the car park 👊🏻🤣 #ipswich #ManU #IPSMU #SuperSunday pic.twitter.com/F3Ua5uX9Bw
— Aden Clarke (@adenLFC4life) November 24, 2024
„Ég fór tvisvar til hans og sagði honum að hann mæti alveg lesa yfir mér en ég gæti ekki rætt við hann núna því ég væri í vinnu.“
„Hann var þarna að blóta fyrir framan börn.“
Keane vildi hitta manninn eftir leik en kauði var ekki á svæðinu þegar Keane hafði lokið störfum.
„Ég sagðist vilja hitta hann á bílastæðinu eftir leik, ég var ekki að bjóða honum í slagsmál.
„Ég gat hvergi annars staðar hitt hann, hann var ekki þarna eftir leikinn.“