fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Eldgosinu lokið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 14:47

Mynd á vef Veðurstofu Íslands af gígnum sem tekin var um hádegi í dag og sýnir enga virkni í honum. (Mynd: Björn Oddsson/Almannavarnir Ríkislögreglustjóra)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands er eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga 20. nóvember síðastliðinn lokið.

Samkvæmt tilkynningunni var þetta staðfest í dag þegar Almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og hafi engin virkni verið sjáanleg. Síðast hafi sést glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember.

Eldgosið hófst að kvöldi 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga og var annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023, segir enn fremur í tilkynningunni.

Að lokum segir í tilkynnigunni að eins og áður var greint frá hafi landris á svæðinu hafist að nýju og haldið áfram síðustu daga. Þetta bendi til þess að kvikusöfnun undir Svartsengissvæðinu sé hafin á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna