fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

England: Manchester United tapaði á Old Trafford

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United 2 – 3 Nott. Forest
0-1 Nikola Milenkovic(‘2)
1-1 Rasmus Hojlund(’18)
1-2 Morgan Gibbs-White(’47)
1-3 Chris Wood(’54)
2-3 Bruno Fernandes(’61)

Manchester United tapaði nokkuð óvænt í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest.

Það var boðið upp á fjörugan leik á Old Trafford en fimm mörk voru skoruð í þónokkri markaveislu.

Forest komst yfir eftir um 90 sekúndur er Nikola Milenkovic kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Rasmus Hojlund jafnaði fyrir United ekki löngu síðar og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.

Forest skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik en Morgan Gibbs-White og Chris Wood komu gestunum í 3-1.

Bruno Fernandes lagaði muninn í 3-2 á 61. mínútu en það mark dugði ekki til og vann Forest virkilega góðan útisigur í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur