fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Henti heimilishundinum í lögregluna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. desember 2024 07:55

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi og nótt var eins og venjulega á þessum tíma vikunnar nóg að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í dagbók hennar kemur fram að meðal annars hafi verið töluvert um heimilisofbeldis- og ágreiningsmál.

Meðal mála sem nefnd eru til sögunnar í dagbókinnni er að aðila var vísað út af neyðarskýli Reykjavíkurborgar sökum æsings. Tveimur klukkustundum seinna var sami aðili tilkynntur fyrir að hafa ráðist á annan skjólstæðing gistiskýlisins með flösku eftir að sá síðarnefndi sló hann. Þeir voru báðir mjög ölvaðir og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Voru þessir einstaklingar því vistaðir í fangaklefa.

Tilkynnt var um ágreiningur milli tveggja mæðra í Reykjavík. Á vettvangi reyndi lögreglan að stilla til friðar sem virtist vera að takast þegar önnur móðirin, sem var töluvert ölvuð, kastaði litlum hundi sem hún var með í fanginu í bringu lögreglumanns. Hundurinn var ómeiddur eftir kastið. Móðirin var að lokum handtekin og vistuð í klefa vegna nokkurra brota.

Líklega hefur hundurinn verið í eigu konunnar en það er þó ekki sérstaklega tekið fram.

Gömlu til ama

Í dagbókinni segir einnig frá því að tilkynnt var um tvo eldri menn sem voru til ama í miðborginni. Þeir neituðu báðir að gefa upp nafn og kennitölu og voru því handteknir. Þeir létu þó loks undan á lögreglustöðinni og gáfu upp þessar upplýsingar og var sleppt að því loknu.

Loks segir frá því í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt var um megna klórlykt á stigagangi fjölbýlisúss þar sem menn voru að hlaupa út úr íbúð í húsinu. Mikil ammoníaklykt var á vettvangi þegar lögreglan kom og var slökkvilið fengið til þess að reykræsta íbúðina. Húsráðandi sagðist hafa verið að úða skordýraeitri inni í íbúðinni til þess að drepa flugur en hann var síðan fluttur á sjúkrastofnun til frekari aðhlynningar af sjúkraflutningamönnum. Við skoðun í íbúðinni fundust vopn og nokkuð magn fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns