fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Nafntogaðir veitingamenn á meðal þeirra sem Efling hefur blásið í herlúðra gegn

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. desember 2024 14:00

Hrefna Björk Sverrisdóttir í ROK, Skúli Sigfússon í Subway og Emil Helgi Lárusson í Serrano eru á meðal þeirra sem Efling beinir spjótum sínum að.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkalýðsfélagið Efling birti í morgun harðorða yfirlýsingu um kjarasamninga félaganna SVEIT og Virðingar og segja hið síðarnefnda vera svokallað gervistéttarfélag. Nafntogaðir veitingamenn eru innan raða beggja félaga.

DV og fleiri miðlar greindu frá málinu í morgun. En Efling varar fólk í veitingageiranum við Virðingu og hvetur til þess að ef fólki er boðið að taka þátt í „þessum svikum“ að það tilkynni beint til Eflingar. Efling geri kjarasamning við Samtök atvinnulífsins um kjör veitingafólks á höfuðborgarsvæðinu. Samningur sem SVEIT, félag sem sumir veitingamenn eru í, og Virðing feli í sér mikla kjaraskerðingu.

Þekktir veitingamenn

Þegar litið er á félögin tvö, SVEIT og Virðingu, sést að veitingamenn eru beggja megin borðsins.

Formaður SVEIT er samkvæmt heimasíðu félagsins Björn Árnason. Þar til fyrir skemmstu var skráður formaður Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingahússins ROK við Skólavörðustíg.

Varaformaður er Emil Helgi Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Serrano. En hann á einnig Craft Burger Kitchen á Nýbýlavegi og fleiri staði.

Í stjórn er einnig Skúli Gunnar Sigfússon, betur þekktur sem Skúli í Subway, sem á einnig fleiri veitingastaði og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Sem og Arinbjörn Þórarinsson, eigandi Greifans á Akureyri og fleiri staða, Birgir Örn Birgisson fyrrverandi forstjóri Domino´s og Eyþór Már Halldórsson eigandi Public House.

Efling vann dómsmál

SVEIT leitaði eftir því í í september árið 2022 að semja við Eflingu. Efling vildi það ekki enda vildi SVEIT semja um lakari kjör en voru í gildandi kjarasamningi Eflingar og SA. SVEIT reyndi að þvinga Eflingu til kjaraviðræðna fyrir félagsdómi en höfðu ekki erindi sem erfiði málinu í nóvember árið 2023. Kjarasamningur Eflingar og SA væri bindandi sem lágmarkskjör fyrir starfsfólk veitingafyrirtækja.

Sjá einnig:

Efling varar starfsfólk í veitingageiranum við Virðingu sem þau segja gervistéttarfélag – Veitingamenn í stjórn

Síðan hefur verið stofnað félagið Virðing sem Efling segir gervistéttarfélag. Það er félag sem hafi verið stofnað af atvinnurekendum og hafi ekki kjör verkafólks að leiðarljósi.

Beggja megin borðsins

Ekki kemur fram hver sé formaður Virðingar en í stofngögnum félagsins sést að stjórnarformaðurinn er Jafet Thor Arnfjörð. Jafet er sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, eiganda og rekstraraðili Edinborg Bistro á Ísafirði.

Meðstjórnendur eru Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfélagsins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfélagsins og Jóhann Stefánsson, prókúruhafi Litlu mathallarinnar á Akureyri sem rekur veitingastaðina Slæsuna, Kvikkí, Lemon og Maikai en hann rak áður Hamborgarafabrikkuna á Akureyri.

Framkvæmdastjóri er Valdimar Leó Friðriksson. Varamenn í stjórn eru Herborg Sveinbjörnsdóttir rekstrarstjóri Mathúss Garðabæjar og Ronja Björk Bjarnadóttir. Ronja Björk er 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, sem áður var titluð formaður SVEIT sem skrifaði undir kjarasaming við Virðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns