fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fréttir

Brynjar um listamannalaunin: „Löngu úrelt að þriggja manna nefnd úthluti svona gæðum eftir geðþótta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 11:56

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, er ekki mikill aðdáandi listamannalaunanna ef marka má færslu hans á Facebook.

Í morgun var tilkynnt hvaða listamenn fái mánaðarlaun á næsta ári, en alls er um að ræða 1.720 mánuði sem skiptast á milli 251 einstaklings.

Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Fá 560 þúsund í verktakalaun á mánuði

„Ég get nú alltaf skrifað eitthvað um listamenn, sem eru sérstakt áhugaefni hjá mér og hluti af mannfræðirannsóknum mínum. Nú eru um eitt þúsund listamenn brjálaðir út af því að fá ekki launagreiðslur frá ríkinu en tæplega þrjú hundruð þeirra afar ánægðir,” segir Brynjar sem spyr hvar annars staðar sé svona fyrirkomulag í stuðningi við listir og menningu.

„Niðurstaða úr rannsóknum mínum sýna að það er löngu úrelt að þriggja manna nefnd úthluti svona gæðum eftir geðþótta. Væri nær að hafa afrekssjóð eins og hjá íþróttamönnum. Vona að stjórnmálamenn fari ekki að taka upp á því að greiða þeim einnig laun úr ríkissjóði,“ segir Brynjar sem veltir framtíðinni fyrir sér.

„Þegar verður búið að þjóðnýta allt atvinnulífið, að minnsta kosti arðinn, nema hárskerann og snyrtifræðinginn, fáum við öll laun úr ríkissjóði og öll jafnmikið í nafni jöfnuðar. Hljóta allir að fegurðina og réttlætið í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“
Fréttir
Í gær

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár